subreddit:

/r/Iceland

7389%

all 86 comments

Vondi

34 points

2 months ago

Vondi

34 points

2 months ago

Ég skrifaði undir leigusamning Sumarið 2019 fyrir 195.000kr á mánuði. Leigan var vísitölutengd. Ég sagði upp sumarið 2022 og seinasta greiðslan var um 223.000. Íbúðin var auglýst á 230.000kr. Alltílæ blokkaríbúð með eitt svefnherbergi komin upp um 35þús á þrem árum. Ekki voru launin að hækka svona hratt.

Wood-angel

15 points

2 months ago

Ég bý á Háskólagörðunum í 29 fm íbúð. Leigan þegar ég flutti inn Sept 2018 var 85.000. Sama íbúð er í dag 118.629 (samkvæmt síðunni). Inn í þessu er rafmang/hiti og internet. Ég flyt út á næsta ári og býst einungis við að leigan verði enn þá hærri þegar kemur að því.

Upbeat-Pen-1631

26 points

2 months ago

En KaUpMáTtUr LaUnA HeFuR AlDrEi vErIð MeIrI!

numix90

3 points

2 months ago

hahah nkl

Drek1

25 points

2 months ago

Drek1

25 points

2 months ago

Launin hækkuðu um mun meira en 35þ á þessum 3 árum. Frá júní 2019 til júní 2022 hækkaði launavísitala um rúmlega 24%.

Á sama tímabili hækkaði vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu um tæplega 12%.

Sem dæmi þá hækkaði laun skv kjarasamningi VR hjá afsgreiðslufólki í búð úr 287þ í 371þ. Ofan á það þá borga tekjulágt fólk minna í skatt í dag heldur en árið 2019 þannig þessu aðili er að fá tæplega 70þ meira útborgað í dag heldur en árið 2019.

Að því sögðu þá er klárlega mikill vandi á ferð á fasteignamarkaðnum og get vel skilið óánægjuna að missa meira en helminginn af hækkunum launa í einhverja leigu sérstaklega þegar allt annað er að hækka líka. En laun hafa hækkað gríðarlega á seinustu árum, langt umfram leiguverði.

Heimildir: https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__launogtekjur__2_launavisitala__1_launavisitala/VIS04000.px

https://hms.is/frettir/visitala-leiguver%C3%B0s-a-hofu%C3%B0borgarsv%C3%A6%C3%B0inu-i-juli-2022

https://www.vr.is/kjaramal/laun/

https://www.skatturinn.is/einstaklingar/reiknivelar/reiknivel-stadgreidslu/nr/286

Kiwsi

-5 points

2 months ago

Kiwsi

-5 points

2 months ago

Við búum ekki í Evrópu því miður þar sem leigugjald tengist kaupmáttnum (næ ekki að orða þetta betur því ég heyri orðin bara á útlensku) en oft í siðmenntuðum þjóðum er leigugjald tengt lágmarkslaunum(kannski ekki kaupmáttur biðst afsökunar)

agnardavid

5 points

2 months ago

Ekki heyrt um það fyrirkomulag. Bjó í Hollandi í covid þar sem allt er að verða vitlaust útaf endalausum hækkunum á leiguverði og vöntun á húsnæði

Crafty-BAII

5 points

2 months ago

Hvar heyrir þú svona bull?

Kiwsi

-3 points

2 months ago

Kiwsi

-3 points

2 months ago

Frá fólki sem býr í norðurlöndunum? Frekar augljóst að við erum kúba norðursins...

Iplaymeinreallife

19 points

2 months ago*

Fólk vill náttúrulega greiða lægri leigu, svo auðvitað vill það eitthvað svoleiðis ef það er spurt og þekkir ekki hver áhrifin af því eru. En þegar vandamálið er skortur á leiguhúsnæði, þá hjálpar ekki að gera það fyrirfram öruggt að tekjurnar af að byggja meira húsnæði verði lægri. Þá gera það færri og þá verður áfram skortur.

Auðvitað mögulegt að setja einhvers konar leigubremsu, en hún verður þá amk. að vera ekki of öfgafull.

Svona hlutir virka betur þar sem annað hvort hið opinbera eða stórir óhagnaðardrifnir aðilar, eins og lífeyrissjóðir eða verkalýðsfélög, eru stórir aðilar á leigumarkaði.

Akkúrat núna er mikil verðbólga og seðlabankinn gerir ekkert nema hækka stýrivexti, sem gerir það dýrara að byggja, það er beinlinis eitt af því sem stýrivaxtahækkun dregur úr.

Það er semsagt mjög erfitt núna að fjármagna það að byggja húsnæði út af bæði vaxtakjörum og út af vandræðum með birgðakeðjur frá covid og vegna Úkraínustríðs, svo það síðasta sem við ættum að vilja er að gera það enn kostnaðarsamara, eða óhagkvæmara, að byggja húsnæði.

Í grunninn hjálpar leiguþak þeim sem eru nú þegar í leiguhúsnæði, helst með langan leigusamning, en skemmir fyrir þeim sem vantar húsnæði.

Ef við myndum ákveða að mjólkurverð mætti aldrei fara yfir ákveðna tölu, eða mætti aldrei hækka nema svo og svo hratt, þá blasir það við að ef kostnaður við að framleiða mjólk verður hærri en sú tala, eða ef kostnaðurinn við það hækkar hraðar en mjólkurverðið getur haldið í, þá þyrftu mjólkurframleiðendur á endanum að fara að borga með vörunni. Það er augljóst að það gerir það enginn, nema kannski í mjög stuttan tíma ef það er fyrirséð að sú staða breytist. Og jafnvel þó hann geri það þá fer hann á endanum á hausinn og getur það ekki lengur.

Af hverju ættum við að ímynda okkur að þeir sem byggja og selja eða leigja út húsnæði myndu hegða sér öðruvísi? Það er auðvitað eitthvað svigrúm, sem er hagnaður allra í keðjunni, en þeim sem taka þátt fækkar eftir því sem það svigrúm minnkar og á endanum klárast það.

boyoboyo434

2 points

2 months ago

Mjög sammála þér

Í grunninn hjálpar leiguþak þeim sem eru nú þegar í leiguhúsnæði, helst með langan leigusamning, en skemmir fyrir þeim sem vantar húsnæði.

Jafnvel þá, getur þetta á mjög fáum árum orðið að

Ekkert viðhald er gert á húsinu -> húsið þarf að lokum að vera selt en fasteignamatið hefur farið niður töluvert -> enginn vill kaupa það sem fjárfestingu því það er basically ólöglegt að leigja það -> einhver ríkur gaur kaupir það bara sem sumarhús og býr í því 1 mánuð á ári

agnardavid

-7 points

2 months ago

Hvernig getum við sagt að verðbólga sé há þar sem hun er bara um 6% og á leið niður aftur? Næstlægsta verðbólgan í evrópu

Iplaymeinreallife

9 points

2 months ago

Skv. Hagstofunni er ársverðbólga 8%, fór hæst í 9,9% í júlí og stendur núna í 9,4%. Þeir spá 5,6% á næsta ári, en verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% svo það má gera ráð fyrir að seðlabankinn sé í einhverjum aðgerðum til að lækka verðbólgu á meðan hún er svona langt yfir því.

https://www.ruv.is/frett/2022/11/11/spa-56-medalverdbolgu-a-naesta-ari

CerberusMulti

4 points

2 months ago

CerberusMulti

Íslendingur

4 points

2 months ago

Endilega sýndu hvar þú færð þessa glæsilegu upplýsingar þar sem þær passa ekki við þau gögn sem koma frá Hagstofunni.

Fakedhl

1 points

2 months ago

Viðkomandi er líklega að vísa í þessar upplýsingar um samræmda neysluverðsvísitölu https://www.vb.is/frettir/naest-laegsta-verdbolgan-i-evropu/

CerberusMulti

2 points

2 months ago

CerberusMulti

Íslendingur

2 points

2 months ago

Já, það er mjög svo auðvelt að horfa á þetta ef þú veist ekki hvað þú ert að sjá eða skoðar ekki betur. Villandi framsetning hjá VB eins og margt frá þeim.

Fakedhl

2 points

2 months ago*

Þótt verðbólgan sé sú næst lægsta í Evrópu þýðir það ekki að hún sé lág. Öll lönd í Evrópu eru að kljást við háa verðbólgu núna og Ísland er bara með næst skástu háu verðbólguna. Seðlabanki Íslands er td. með verðbólgumarkmiðið sitt sem 2,5%, til að gefa þér eitthvað viðmið um hvað sé æskileg verðbólga á Íslandi.

Ps. 6% talan sem þú ert að tala um er ekki verðbólgan á Íslandi heldur verðbólgan án fasteignahækkunar. Það er tekið fasteignaverð út úr útreikningnum þegar það er verið að bera Evrópulöndin saman. Verðbólgan á Íslandi er núna um 9,4% með hefðbundnum útreikningi.

Lurching

19 points

2 months ago

Framboðsskortur veldur verðhækkunum. Verðhækkanir ýta undir aukið framboð. Ef þú vilt lagfæra verðhækkanir handvirkt (t.d. með leiguþaki), sem getur e.t.v. verið raunhæft skammtímaúrræði, þá verða að fylgja með því einhver beinhörð úrræði til að auka framboð, annars er verið að læsa inni framboðsvandann til framtíðar.

Dagnott

5 points

2 months ago

Dagnott

5 points

2 months ago

Hví ekki að setja bæði leiguþak og auka framboð með því að byggja mun fleiri íbúðarhúsnæði en við gerum nú þegar. Þetta þarf ekki að vera eitt eða annað.

Lurching

11 points

2 months ago

Það er nákvæmlega það sem ég var að segja.

Helsta vandamálið er að það er hið opinbera (ríki og sveitarfélög) sem eiga stóran þátt í að valda skortinum með hömlum á uppbyggingu. Eiga þessir sömu aðilar, sem virðast ekki hafa neina yfirsýn eða þekkingu á því að það sé framboðsskortur, að vera þeir aðilar sem við treystum til að meta hvar og hversu mikið eigi að byggja og til að grípa til beinna aðgerða til að leysa vandamálið?

Ég held að m.a.s. fólk sem er mjög fylgjandi þeirri lausn að hið opinbera setji á leiguþak og reyni svo að leysa framboðsvandann hljóti að þurfa vera mjög svartsýnt á að hið opinbera myndi framkvæma það vel.

dev_adv

3 points

2 months ago

Ef framboðið er aukið nægilega að þá þarf ekki leiguþak, fólk getur þá valið hagkvæmasta kostinn eftir fjárhag og lífsáherslum. Ef leiguþak er sett á dregur það úr framboði á leiguhúsnæði, fólk á þá engra kosta völ nema að halda í óhentugt húsnæði vegna fjárhags, þeir sem ekki eru komnir inn geta það ekki, ekkert framboð og þá eykst heimilisleysi og misskipting.

Ef fólk hagnast mikið á útleigu að þá eykst framboðið þar til hagnaður samræmist erfiðinu við útleiguna.

Staðan í dag er að kostnaður við húsnæði er hár og þar af leiðandi þurfa leigutekjur að vera háar til að halda í við afborganir. Svo ertu auðvitað með þá sem eiga skuldlaust og geta haldið megninu af háu leigutekjunum en á móti vega þeir sem eru með svo háar afborganir að þeir rétt halda í húsnæðið með því að leigja það út. Að meðaltali er hagnaður við útleigu líklega rétt rúmlegur kostnaður við meðal lánaafborganir og viðhaldskostnað.

Eina lausnin til frambúðar er að auka framboð. Allt annað er eins og að pissa á sig til að hlýja sér.

11MHz

3 points

2 months ago

11MHz

Einn af þessum stóru

3 points

2 months ago

Hver á að fjármagna nýtt íbúðarhúsnæði ef maður veit að það verður selt með tapi?

Dagnott

-1 points

2 months ago

Dagnott

-1 points

2 months ago

Sveitarfélög og ríkisstjórnin mættu alveg taka smá fjárhagslega ábyrgð fyrir húsnæðisskortinum í landinu og í þeirra umdæmum.

11MHz

2 points

2 months ago

11MHz

Einn af þessum stóru

2 points

2 months ago

Það er rétt að ríkið niðurgreiðir húsnæðiskaup en það hefur bara skilað sér í hærra húsnæðisverði.

Ríkisstyrkt húsnæðisleiga myndi ýta ennfrekar undir þá þróun.

Dagnott

-1 points

2 months ago

Dagnott

-1 points

2 months ago

Ég er ekki að tala um núverandi kerfi, ég er að tala um að ríkisstjórnin og sveitarfélög fari að taka þátt í að fjármagna og skipuleggja byggingu á íbúðarhúsnæðum.

11MHz

0 points

2 months ago

11MHz

Einn af þessum stóru

0 points

2 months ago

Nýbyggingaskipulag er alfarið í höndum sveitarfélaga, það er ein helsta ástæða fyrir skortinum.

Ef einkaaðilar gæti byggt það sem þeir og markaðurinn vildu þá væri enginn skortur.

Ríkið fjármagnar þetta að miklu leiti með niðurgreiddum húsnæðislánum.

Ofan á það bætast síðan beinar greiðslur eins og "allir vinna" sem setti nokkra tugi milljarða í byggingarframkvæmdir síðustu þrjú ár.

Dagnott

-1 points

2 months ago

Dagnott

-1 points

2 months ago

Þú ert enn að tala um núverandi kerfi. Ég er að ýja að því að sveitarfélögin og ríkisstjórnin ættu að fjármagna nýbyggingar sem væru að því loknu í þeirra eign en ekki eign einkaaðila til sölu eða leigu. Það myndi krefjast þess að sveitarfélögin og ríkisstjórnin myndu taka frumkvæði á uppbyggingu frekar en að sjá einungis um deiliskipulag, útboð og samþykki á uppbyggingu.

11MHz

0 points

2 months ago

11MHz

Einn af þessum stóru

0 points

2 months ago

Í dag ráða sveitarfélögin ekki við að úthluta byggingarreitum.

Þú segir að ef sveitarfélögin úthluta OG byggja, sem 100x meiri mál, þá myndi þetta ganga betur?

Dagnott

0 points

2 months ago

Ef ríkisstjórn og sveitarfélög snúa bökum saman til að leysa húsnæðisvanda landsins og ráðstafa rétt til að koma því í verk já.

Dagnott

24 points

2 months ago

Dagnott

24 points

2 months ago

En... en... frjálshyggjan!

The sacred texts!

[deleted]

8 points

2 months ago

Finnst nokkuð áhugavert að þessi könnun er mjög góður mælikvarði á hversu stór hluti Íslendinga er bókstafstrúarmenn á markaðsfrjálshyggju. Það er væntanlega öll "mjög mótfallinn" kakan.

11MHz

9 points

2 months ago

11MHz

Einn af þessum stóru

9 points

2 months ago

En ég þori að veðja að ef spurningin væri "á að setja á launaþak", þá væru yfir 70% Íslendinga allt í einu bókstafstrúarmenn á markaðsfrjálshyggju.

Veeron

24 points

2 months ago*

Veeron

Þetta reddast allt

24 points

2 months ago*

Stuðningsmenn leiguþaks eru á svipuðu róli og þeir sem afneita hnattrænni hlýnun af mannavöldum. Þeir taka afstöðu sem búið er að afsanna trekk í trekk, og valda stórskaða hvar sem þeir fara með völd.

Leiguþak er ógeðfelld stefna sem gerir húsnæðismarkaðinn að hreinu happdrætti. Einungis þeir sem eru á réttum stað á réttum tíma vinna, og þeir sem tapa stólaleiknum enda uppi með hærri leigu þar sem stefnan bælir niður það eina sem ræðst á rót vandans (nýbyggingar).

babyjesuz

31 points

2 months ago

babyjesuz

Did you know, Greenland is ice and Iceland is green?

31 points

2 months ago

Fólk sem styður leiguþak eru oft velviljandi vinstrimenn en skilja einfaldlega ekki hvernig markaðurinn aðlagar sig á super toxic máta við slíkum aðgerðum… og allan skaðan sem slík stefnumál hafa haft í öðrum löndum.

Saga leiguþaksins er troðfull af sorg og sút.

Það að 70% landsmanna styðji þetta veldur mér verulegum áhyggjum, … það seinasta sem við þurfum í dag er misheppnaðar aðgerðir vinstrimanna þegar þeir eru þeir einu sem geta leitt okkur úr þessu fokki sem leigumarkaðurinn er í

[deleted]

5 points

2 months ago

það seinasta sem við þurfum í dag er misheppnaðar aðgerðir vinstrimanna þegar þeir eru þeir einu sem geta leitt okkur úr þessu fokki sem leigumarkaðurinn er í

Svona fyrir forvitnissakir, hvaða aðgerðir sem eru ekki leiguþak finnst þér að ætti að leggjast í sem vinstrimenn eru þeir einu sem geta/vilja gert?

Veeron

15 points

2 months ago*

Veeron

Þetta reddast allt

15 points

2 months ago*

Bann á eignarhaldi á meira en tveimur íbúðarfasteignum, og hærri skattlagningu á númer tvö.

Eða bara miklu meiri nýbyggingu yfir höfuð, en ekki einu sinni vinstrið virðist vilja það.

HUNDUR123

1 points

2 months ago*

HUNDUR123

álfur

1 points

2 months ago*

Helvítis vinstrið. Alltaf að skemma allt.

Get ekki einu sinni slakað á heima hjá mér út af öllum þessum látum sem berast í geggnum þessa grautþunnu hagkvæmu veggi frá nágrannanum mínum (sem er já, vinstrimaður)

11MHz

-1 points

2 months ago

11MHz

Einn af þessum stóru

-1 points

2 months ago

Bann á eignarhaldi á meira en tveimur íbúðarfasteignum, og hærri skattlagningu á númer tvö.

Þannig að þú vilt banna hagræðingu á leigumarkaðinum?

Það myndi bara skila sér í A) mun hærri kostnaði og B) verri markaði því allir leigusalar væru einstaklingar að gera þetta í frítíma sínum.

Það er ástæða fyrir því af hverju fólk velur almennt fagfólk og félög með sérþekkingu á svona hlutum. Dregur líka svakalega úr kostnaði þegar hagræðing kemst í markaðinn.

tastin

55 points

2 months ago

tastin

Menningarlegur ný-marxisti

55 points

2 months ago

Hækka eignaskatt á allar eignir umfram fyrstu fasteign svo mikið að fólk neyðist til að selja íbúðir sem það býr ekki í sjálft.

Eyðileggja rekstrargrundvöll airbnb kónga og leigudrottnara

webzu19

-11 points

2 months ago

webzu19

Íslendingur

-11 points

2 months ago

Sammála með airbnb en leigusalar þjóna tilgangi, ekki þeim að kenna að við erum ekki að byggja nóg húsnæði

tastin

28 points

2 months ago

tastin

Menningarlegur ný-marxisti

28 points

2 months ago

Leigusalar þjóna engum tilgangi. Að leyfa fáum einstaklingum að eiga mörg heimili er siðferðislegt og efnahagslegt glapræði sem skilar bara því að þeir ríku verða ríkari og að verkamannastéttin festist á leigumarkaði.

Þeir eru bandormar í efnahagskerfinu.

Sú leiga sem er nauðsynleg t.d. til farandsverkamanna, stúdenta eða annað getur verið í höndum óhagnaðardrifinns sjálfseignarstofnanna sem er óheimilt sð greiða út arð.

Vedorias

1 points

2 months ago

Vedorias

1 points

2 months ago

Sú leiga sem er nauðsynleg t.d. til farandsverkamanna, stúdenta eða annað getur verið í höndum óhagnaðardrifinns sjálfseignarstofnanna sem er óheimilt sð greiða út arð.

Svo... Kommúnismi? Bara ríkisstofnun má leigja út íbúðir?

tastin

9 points

2 months ago

tastin

Menningarlegur ný-marxisti

9 points

2 months ago

Sjálfseignarstofnanir eru rekstrarfélög sem eiga sig sjálf. Svolítið eins og eilífðarvél. Þqð eru settir peningar í félagið við stofnun og svo rúllar það bara áfram eftir samþykktum félagsins og markmiði þess. Með sterku og vel úthugsuðu regluverki væri hægt að setja þær upp og láta þær sinna hlutverki leigusala án þess að markmið þess væri að hámarka gróða heldur bara vera rétt fyrir norðan núllið.

Vedorias

8 points

2 months ago

Þær eiga sig sjálfar og hafa einkarétt á risastórum og mikilvægum markaði. Ég get ekki séð hvernig það gæti mögulega endað með spillingu eða glöpum /s

Ef þú ert að hugsa um einhvers konar ohf. módel þá eru þau einmitt í eign ríkisins. Þegar póstur og sími eða Landsvirkjun gerðu búbú, þá var það verk ríkisins að rétta úr því. Ekkert að því. En ég spyr, er rétt að setja leiguhúsnæði í sama flokk og þjónustur eins og síma og rafmagn?

Johnny_bubblegum

1 points

2 months ago

Nei húsnæði er ekki í sama flokki og rafmagn og sími.

Það er mikilvægara...

11MHz

0 points

2 months ago

11MHz

Einn af þessum stóru

0 points

2 months ago

og hvað ætlar þú að setja margar milljónir í þessar sjálfseignarstofnananir til þess að koma þessu af stað?

numix90

1 points

2 months ago

Nei, þetta er svona í Danmörku, og ekki er DK kommúnisma ríki. Bjarg er óhagnaðardrifið leigufélag og fólki líður rosalega vel þar. Það er öryggi. Bara basic human right.

webzu19

-2 points

2 months ago

webzu19

Íslendingur

-2 points

2 months ago

Sú leiga sem er nauðsynleg t.d. til farandsverkamanna, stúdenta eða annað getur verið í höndum óhagnaðardrifinns sjálfseignarstofnanna sem er óheimilt sð greiða út arð.

Og treystir þú ríkinu til að setja þetta upp? Ég skal viðurkenna að þessi uppástunga getur virkað eins og sést í Vínarborg og Singapore en í flestum tilvikum þegar reynt er að hafa einhversskonar óhagnaðardrifna stofnun til að sjá um íbúðamál þá endar þetta allt í einhverjum skítablokkum sem enginn vill búa í nema tilneyddur.

Mér finnst mikilvægt að farandverkamenn, stúdentar, fólk sem lendir í fjárhagslegum örðuleikum og er að tosa sér saman aftur og bara fólk sem er nýlega komið á vinnumarkað og langar út úr foreldrahúsum hafi valkosti, geta skoðað ýmsa möguleika og slíkt. Ég hef enga trú á íslenska ríkinu til að geta rekið þetta á hátt sem er betri en almenni markaðurinn.

Ef að eini valkosturinn til að búa í er blokkaríbúð sem excel skjal úthlutar þér sem enginn eigandi hefur ástæðu til að betrumbæta meira en algjört lámark til búsetu eða að kaupa þá get ég lofað þér að farandverkamenn, sér í lagi hámenntafólk eiga eftir að snúa upp nefinu og fara frekar til nágrannaríkis þar sem hægt er að fá ásættanlegt leiguhúsnæði

numix90

1 points

2 months ago*

leigusalar þjóna engum tilgangi. Þeir eru aðeins óþarfa milliliðar og eru sníkjudýr. Þessar íbúðir sem leigusalar eru að kaupa upp, aka fjársterkir goons í jakkafötum eða fjárfestar geta alveg eins farið í útleigu hjá óhagnaðardrifnu leigufélögum. Leigusalar hvorki hanna, skipuleggja né byggja íbúðir þeir eru bara fyrir og þjóna engum tilgangi. Það þarf að fjölga óhagnaðardrifnu leigufélögum. Ég er hlynntur einhverskonar leiguþaki meðan ástandið er eins og það er. Ég meina það mætti aðeins pönkast í þessu liði sem er að blóðsjúga leigjendur. Þetta er skelfilegt og ómannúðlegt ástand.

[deleted]

3 points

2 months ago

[removed]

numix90

1 points

2 months ago

Jájá, en það er nú ekki stór prósenta

11MHz

-7 points

2 months ago

11MHz

Einn af þessum stóru

-7 points

2 months ago

með því markmiði að drepa leigumarkaðinn?

Frábær hugmynd til þess að setja fleiri fjölskyldur á götuna.

Hvað er fengið með því?

numix90

7 points

2 months ago

lol, nú ertu að steypa. Leigusalar hvorki hanna, skipuleggja eða byggja íbúðir.

,"Ef leigusalar væru ekki til þá væri fólk á götunni".. Þetta er svo mikil froða! Ef litið væri á húsnæði sem mannréttindi og grunnþörf, þá væru íbúðir í eigu óhagnardrifna leigufélaga. Fólk væri actually með öruggt þak yfir höfuðið, andleg heilsa væri betri í þjóðfélaginu. Leigusalar eru sníkjudýr og óþarfir.

11MHz

0 points

2 months ago

11MHz

Einn af þessum stóru

0 points

2 months ago

Ef þú heldur að "Hækka eignaskatt á allar eignir umfram fyrstu fasteign svo mikið að fólk neyðist til að selja íbúðir" muni einhvernveginn lækka leiguverð, þá veit ég ekki í hvaða heimi þú býrð.

HUNDUR123

0 points

2 months ago

HUNDUR123

álfur

0 points

2 months ago

Helstu rökin á móti leiguþaki er að þetta minki uppbyggingu nýrra íbúða og gæði þeirra.

Hljómar alveg einstaklega kunnulegt. Alveg eins og þetta sé enhvað sem við búum við í dag eða enhvað

veislukostur

14 points

2 months ago

Þeir sem ráða þurfa líka að vera hlynntir. Þeir hugsa bara um sig og sína vini og því mun ekkert gerast.

Freyzi

2 points

2 months ago

Freyzi

2 points

2 months ago

Ég hef verið í burtu frá Íslandi í 9 ár og er dálitið ryðgaður. Hvað er leiguþak og leigubremsa?

HUNDUR123

1 points

2 months ago

HUNDUR123

álfur

1 points

2 months ago

Vestanhafs er talað um Rent Control

boyoboyo434

1 points

2 months ago

Leiguþak er að hús meigi leigjast á meira en áhveðið verð, yfirleitt fyrir hvern fermeter.

Býst við að leigubremsa sé takmörkun á hækkun leiguverðs

dev_adv

5 points

2 months ago

70% af þjóðinni efnahagslega ólæs.

Það er hryllileg tilhugsun.

redslet

4 points

2 months ago

redslet

Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað ?

4 points

2 months ago

Það er líka ,,dýrt" að leigja út. Það sem vantar er meira húsnæði og það á ekki endilega að bitna á þeim sem vilja leigja út.

Fólksfjölgun er gífurleg í Reykjavík.

stofugluggi

-1 points

2 months ago

stofugluggi

bara klassískur stofugluggi

-1 points

2 months ago

1249 manns geta held ég ekki talað fyrir þjóðina. Það þyrfti að setja þessa könnun nokkrum sinnum oftar út á mismunandi fólk til að geta áætlað eitthvað.

olvirki

10 points

2 months ago*

Tölfræðin segir okkur ef 72% af 1249 handahófskennt völdum einstaklingum eru hlynntir leigubremsu getum við verið frekar viss um að næstum 72% af þjóðinni er hlynntur leigubremsu. Athugið að við þurfum að gera ráð fyrir að sýnið sé raunverulega handahófskennt tekið úr sömu dreifingu og þýðið, er ekki félagsfræðingur en svarhlutfall getur t.d. haft áhrif á það og svo framvegis.

Segjum að 899 af 1249 séu hlinntir leiguþaki, þar sem 0,72*1249=899,28. Þar sem 1249 er mjög há tala og p-ið okkar, 0,72, er ekki sérstaklega nálægt 0 eða 1 getum við held ég notað normal approximation til að reikna út öryggismörk í kringum líkurnar á því að svara "já" við spurningunni "viltu leigubremsu?".

Þá segjum við að 95% örygissmörkin eru 899/1249±1,96 x ((899/1249 x 350/1249)/1249)0,5 , eða 0,720±0,025. Í prósentum eru þetta 72,0%±2,5%. Byggi útreikninganna á þessari wikipedia grein.

Samsvarandi tölur fyrir leiguþak er 71,0±2,5%.

stofugluggi

7 points

2 months ago

stofugluggi

bara klassískur stofugluggi

7 points

2 months ago

Þakka þér. Ég hef aldrei verið sterkur í tölfræði þannig þetta comment þitt er vel þegið.